Hvalaskoðun í Húsavík
lisando
Brjóttu upp ferðalag þitt um Norðurland með þessari skemmtilegu hvalaskoðunarferð. Sigldu um Skjálfandaflóa og njóttu náttúrufegurðarinnar á meðan þú leitar að hrefnum, höfrungum, hnúfubökum og jafnvel steypireyðum.
Húsvíkingar og Eyfirðingar voru með þeim fyrstu til þess að hefja hvalaskoðun hér á landi og er Húsavík þekkt sem höfuðstaður hvalaskoðunar í Evrópu. Ferðalag þitt hefst einmitt við Húsavíkurhöfn þar sem þú stígur um borð í bát sem mun sigla út á Skjálfandaflóa.
24 tegundir af hvölum og höfrungum finnast í sjónum við Húsavík og reikna má með að sjá hvali í um það bil 98% ferða. Sú tegund sem sést oftast í þessum ferðum er hnúfubakur en Skjálfandi er einnig einn fárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður hefur reglulega viðkomu.
Fjöllin við Skjálfanda bjóða ekki einungis upp á einstaka fegurðheldur veita þau líka skjól semheldur ölduhæð í lágmarki. Einnig er fjölskrúðugt fulglalíf og vert er að hafa augun opin fyrir súlu og lunda á meðan leitað er að hvölunum.
Upplifðu náttúrufegurðina á Norðurlandi í hvalaskoðunarferð frá Húsavík.
Innifalið
- Notkun á kuldagalla ef þess er þörf
- Leiðsögn um borð
- Léttar veitingar (kakó og kleina)
Ekki innifalið
- Keyrsla hasta Húsavíkur
Gott að hafa í huga
- Ferðinni gæti verið frestað ef veðrið er slæmt
- Ferðin tekur u.þ.b. Þrjá tíma
Hvað á að taka með
- Hlý og vatnsheld föt
- Hlýja skó