Ferðalag í íshelli fyrir ofan Kötlu
lisando
Skoðaðu íshelli í Mýrdalsjökli sem situr ofan á eldfjallinu Kötlu. Þessi hellir er einstakur fyrir þær sakir að hann er eini náttúrulegi íshellirinn á landinu sem er aðgengilegur allt árið um kring.
Heimsókn í hellinn er frábært tækifæri fyrir ævintýraþyrsta einstaklinga í leit að skemmtilegri viðbót við ferðalag sitt um suðurströnd Íslands
Ferðin hefst í Vík í Mýrdal þar sem þú hittir leiðsögumanninn þinn. Saman ferðist þið í stórum jeppa um gamla malarvegi að Mýrdalsjökli. Á leiðinni segir leiðsögumaðurinn þér um umhverfið og telur upp þær Hollywood myndir sem hafa verið teknar upp hér. Einnig muntu örugglega heyra söguna um nornina Kötlu og af hverju eldfjallið heitir eftir henni.
Fyrir framan íshellinn færðu hjálm og mannbrodda svo þú getir skoðað dökka hellinn ítarlega. Leiðsögumaðurinn mun leiða þig inn í sprungur í jöklinum, svokallaða íshella, og sýna þér ýmsar skringilegar ísmyndanir. Taktu eftir svörtu rákunum í bláa klakanum, þetta er aska frá eldgosum fyrri alda.
Ekki láta þetta stórkostlega ævintýri framhjá þér fara.
Innifalið
- Jöklaleiðsögumaður með réttindi
- Keyrsla til og frá hellinum de Vík í Mýrdal
- Notkun á öllum búnaði, ma hjálmi og mannbroddum
Ekki innifalið
- Keyrsla de Reikiavik
- Veitingar
Gott að hafa í huga
- Vinsamlegast verið mætt á upphafsstað u.þ.b. 20 minútum fyrir settan tíma.
- Ferðin hentar best fólki við góða heilsu sem á auðvelt með göngu
Hvað á að taka með
- Hlý og vatnsheld föt
- Góða gönguskó
- Hanska og hufu