Jöklaganga á Sólheimajökli
lisando
Bættu smá ævintýri í ferðalag þitt um suðurströndina og kíktu upp á Sólheimajökul. Þessi hressa og skemmtilega jöklaganga er fullkomin fyrir þá sem vilja skoða okkar stórkostlega landslag frá nýju sjónarhorni.
Ferðin hefst á bílastæðinu við Sólheimajökul. Þar hittirðu leiðsögumanninn þinn sem mun láta þig fá allan þann búnað sem þú þarft til þess að klífa jökulinn. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg fyrir þessa ferð og mun leiðsögumaðurinn sýna þér hvernig á að nota þessar græjur áður en stigið er út á ísinn.
Sennilega það fyrsta sem þú tekur eftir er hversu dökkur jökullinn er en yfir honum er enn þykkt lag af ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. En því lengra sem farið er upp á ísinn, því hvítari verður hann. Á leiðinni mun leiðsögumaðurinn sýna þér djúpar sprungur, skessukatla og aðrar áhugaverðar ísmyndanir.
Innifalið
- Jöklaleiðsögumaður með réttindi
- Notkun á öllum búnaði, ma hjálmi, mannbroddum og ísexi
Ekki innifalið
- Keyrsla de Reikiavik
- Veitingar
Gott að hafa í huga
- Ferðin sjálf tekur u.þ.b. þrjá tíma, þar af eru 60-90 mínútur á ísnum.
- Vinsamlegast verið mætt á upphafsstað u.þ.b. 20 minútum fyrir settan tíma.
- Ferðin hentar best fólki við góða heilsu sem á auðvelt með göngu
- Hægt er að leigja vatnsheld föt og gönguskó fyrir ferðina.
- Hámark 12 manns í hverri ferð.
Hvað á að taka með
- Hlý og vatnsheld föt
- Góða gönguskó
- Hanska og hufu
- Elemento de la lista